Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2017 | 02:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-87 e. 1. dag á Texas Shootout

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, deilir 87. sætinu eftir 1. dag á Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC, með 13 öðrum kylfingum, þ.á.m. fv. liðsfélaga sínum úr Wake Forest, Cheyenne Woods.

Ólafía lék á 3 yfir pari, 74 höggum; fékk 2 fugla og 5 skolla.

Hún er rétt undir niðurskurðarlínunni, en til að ná honum þarf að spila 1 höggi betur, eins og staðan er núna.

Spennan er hvort Ólafíu Þórunni takist að komast í gegnum niðurskurð á morgun.

Í efsta sæti e. 1. dag er Mi Jung Hur, frá S-Kóreu,  en hún lék 1. hring á 6 undir pari, 65 glæsihöggum!!!

Til þess að sjá hápunkta frá 1. degi Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá stöðuna á Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC SMELLIÐ HÉR: