Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 08:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-67 e. 1. dag Marathon Classic mótsins

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hóf leik í gær í 14. LPGA móti sínu til þessa, sem er Marathon Classic presented by Owens Corning.

Mótið fer fram í Sylvania í Ohio og stendur dagana 20.-23. júlí 2017.

Ólafía Þórunn lék 1. hringinn á sléttu pari, 71 höggi; fékk 4 fugla, 2 skolla og einn skelfilegan skramba.

Hún er T-67 og rétt fyrir ofan niðurskurðarlínu, sem stendur, en niðurskurður er eins og er miðaður við parið eða betra.

Í efsta sæti eftir 1. keppnisdag er bandaríski Solheim Cup kylfingurinn Gerina Piller, en hún kom í hús á 8 undir pari, 63 höggum.

Sjá má stöðuna á Marathon Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: