Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-37 e. 1. dag á Walmart mótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, hóf í dag, 23. júní 2017, keppni á Wallmart NW Arkansas Championship.

Hún lék 1. hring á 2 undir pari, 69 höggum.

Ólafía Þórunn fékk 5 fugla, 10 pör og 3 skolla.

Í efsta sæti er Sung Hyun Park frá S-Kóreu á 8 undir pari, 63 höggum.

Glæsileg byrjun hjá Ólafíu Þórunn og vonandi að hún komist gegnum niðurskurð á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Wallmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR: