Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2017 | 09:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-36. e. 1. dag á Cambia Portland Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir byrjaði vel í gær á 1. keppnisdegi á LPGA móti sem fram fer Oregon í Bandaríkjunum.

Mótið heitir Cambia Portland Classic.

Ólafía hóf leik á 10. teig og var hún á +1 eftir 9 holur þar sem hún fékk fugl á 12. holuna og skramba á 18.

Hún lagaði stöðu sína heldur betur með þremur fuglu á síðari 9 holunum. Ólafía deilir 36. sæti með 16 öðrum kylfingum – allar á -2 samtals, en In Gee Chun frá Suður-Kóreu er efst á -6.

Sjá má stöðuna á Cambia Portland Classic að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: