Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 23:59

LPGA: Ólafía Þórunn T-22 e. 1. dag á Thornberry Creek mótinu!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í 13. LPGA móti sínu nú um helgina, en það er  Thornberry Creek LPGA Classic.

Hún lék 1. hring á mótinu á 4 undir pari, 68 höggum og er T-22, þ.e. deilir 22. sætinu með 13 öðrum kylfingum, þ.á.m. norsku frænku okkar Suzann Pettersen, Charley Hull og Söndru Gal.

Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 5 fugla, 12 pör og 1 skolla.

Í ráshóp með Ólafíu Þórunni voru Sarah Kemp og Emily Tubert.

Í efsta sæti eftir 1. keppnishring eru þær Sei Young Kim frá S-Kóreu og Laura Gonzalez Escallon frá Spáni.

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Thornberry Creek LPGA CLassic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Thornberry Creek LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: