Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 08:00

LPGA: Ólafía Þórunn nr. 486 á Rolex-heimslistanum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir nú spilað í 8 mótum á LPGA mótaröðinni.

Hún hefir komist í gegnum niðurskurð 3 sinnum og 1 sinni í gegnum fyrri niðurskurð af tveimur, en náði ekki seinni niðurskurðinum.

Hins vegar fékk hún verðlaunafé ($ 2.884,-) fyrir að komast í gegnum fyrri niðurskurðinn í Volunteers of America mótinu og hefir samtals unnið sér inn $18.019,- (þ.e. samtals u.þ.b. 1 milljón 802 þúsund íslenskra króna) í verðlaunafé og er í 115. sæti peningalista LPGA (eins og segir í annarri grein hér á Golf1 – sjá með því að SMELLA HÉR: )

Þegar kylfingar komast gegnun niðurskurði í mótum, fá þeir ekki einvörðungu launatékka fyrir árangur sinn, mismikinn eftir því hversu hátt þeir eru á skortöflunni, heldur hækka þeir einnig á heimslistanum.

Það hefir Ólafía gert þessa vikuna vegna þess að hún varð jöfn 7 öðrum kylfingum í 56. sæti Volvik mótsins – þ.a.l. stekkur hún upp um 44 sæti á R0lex-heimslista kvenna í þessari viku; var í 530. sætinu en er nú komin upp í 486. sæti listans.

M.ö.o. hún er 486. besti kvenkylfingur heims, sem er hreint út sagt glæsilegt hjá henni!!!

Ólafía fikrar sig hægt og rólega upp og nú er bara að komast gegnum fleiri niðurskurði, fá hærra verðlaunafé,  halda þar með kortinu sínu á LPGA og hækka jafnframt á Rolex-heimslistanum!!! – Frábær árangur þetta hjá Ólafíu á nýliðaári sínu á LPGA!!!