Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía Þórunn náði ekki niðurskurði á Kia Classic – Hápunktar 2. dags

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, náði ekki að koma í gegnum niðurskurð á Kia Classic mótinu í Carlsbad, Kaliforníu.

Hún lék 2. hringinn á 2 yfir pari, 74 höggum og fékk 4 fugla en því miður einnig 6 skolla.

Samtals lék Ólafía því á 3 yfir pari, 147 höggum (73 74), en niðurskurður var að þessu sinni miðaður við 1 yfir pari og hefði Ólafía því þurft að fækka höggum sínum um 2 til þess að spila um helgina.

Því miður gekk það ekki eftir og því er bara að einbeita sér að næsta móti!!!

Sú sem er efst á Kia Classic er gamla brýnið Cristie Kerr, en hún er samtals búin að spila á 9 undir pari, 135 höggum (66 69).

Mirim Lee frá S-Kóreu og hin bandaríska Mo Martin eru einu höggi á eftir á samtals 8 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna í heild á Kia Classic með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 2. dags á Kia Classic með því að SMELLA HÉR: