Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2017 | 07:15

LPGA: Ólafía Þórunn lék eins og engill 3. dag í Ástralíu

Ólafía Þórun Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, átti sinn besta hring á 3. degi ISPS Handa mótsins í Ástralíu.

Hún lék 3. hring á 2 undir pari, 71 höggi; fékk 3 fugla og 1 skolla og er T-23. fyrir lokahringinn.

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 2 undir pari, 217 höggum (72 74 71).

Efst fyrir lokahringinn er Lizette Salas frá Bandaríkjunum en hún er búin að spila á samtals 9 undir pari og munar því 7 höggum á henni og Ólafíu.  Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Salas með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á ISPS Handa Woman´s Australian Open SMELLIÐ HÉR: