Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía Þórunn lauk keppni T-48 á Evían risamótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk keppni á Evían risamótinu í Evían les Bains í Frakklandi T-48.

Þ.e. hún deildi 48. sætinu með 9 öðrum kylfingum m.a. Lexi Thompson og Azahara Muñoz.

Ólafía Þórunn lék lokahring Evían risamótsins á sléttu pari, 71 höggi. fékk 5 fugla, 3 skolla og 1 tvöfaldan skolla.

Samtals lék Ólafía Þórunn á 3 yfir pari, 216 höggum (71 74 71).

Fyrir þennan árangur mjakast Ólafía aðeins upp stigatöflu LPGA; er nú T-78 en var áður í 79. sætinu.

Það var sænski kylfingurinn Anna Nordqvist sem stóð uppi sem sigurvegari á Evían risamótinu, eftir bráðabana við bandaríska kylfinginn Brittany Altomare. Aðeins þurfti að spila eina holu í bráðabana par-4 18. holuna, en þar sigraði Nordqvist á skolla meðan Altomare fékk tvöfaldan skolla á holuna.

Til þess að sjá lokastöðuna á Evían risamótinu SMELLIÐ HÉR: