Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2018 | 23:00

LPGA: Ólafía Þórunn komst g. niðurskurð á Mejers mótinu!!!

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í móti vikunnar á LPGA mótaröðinni: Mejers LPGA Classic for Simply Give.

Mótið fer fram í Grand Rapids, Michigan.

Ólafía Þórunn hefir samtals spilað á 3 undir pari, 141 höggi og er T-59 þ.e. deilir 59. sætinu með 7 öðrum keppendum, m.a. fv. skólasystur sinni og liðsfélaga í golfliði Wake Forest, Cheyenne Woods, en þær stöllur flugu í gegnum niðurskurð.

Niðurskurður var miðaður við samtals 2 undir pari eða betra.

Þetta er 13. mótið sem Ólafía Þórunn spilar í á þessu keppnistímabili á LPGA og hún hefir komist 4 sinnum í gegnum niðurskurð.

Sem stendur er hún  T-124 á stigalista LPGA, en hún þarf að vera meðal 100 efstu til þess að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni.

Besti árangur Ólafíu Þórunnar á þessu keppnistímabili er T-26 árangur í fyrsta mótinu Pure Silk Bahamas.

Efst í mótinu er So Yeon Ryu, en hún hefir spilað á samtals 13 undir pari, 131 höggi (64 67).

Sjá má stöðuna á Mejers mótinu með því að SMELLA HÉR: