Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2017 | 01:00

LPGA: Ólafía Þórunn komst ekki gegnum niðurskurð á Manulife

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst því miður ekki í gegnum niðurskurð á Manulife LPGA Classic mótinu.

Hún lék á samtals 1 undir pari, 143 höggum (73 70), en það dugði ekki til.

Þeir sem náðu niðurskurði urðu að vera á 2 undir pari eða betra og því munaði aðeins 1 höggi hjá Ólafíu.

Á 2. hringnum glæsilega í gær, þar sem Ólafía lék á 2 undir pari, 70 höggum fékk hún 5 fugla og 3 skolla.

Sjá má stöðuna á Manulife LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: