Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía Þórunn komst ekki g. niðurskurð á Shoprite Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst því miður ekki í gegnum niðurskurð á Shoprite Classic mótinu.

Ólafía Þórunn lék hringi sína tvo í mótinu á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (73 74) og það dugði ekki til.

Niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari eða betra skori.

Þetta er 9. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í og hún hefir komist í gegnum 3 niðurskurði og fyrri niðurskurð af tveimur í einu móti.

Efsta sætinu deila Paula Creamer og In-Kyung Kim, báðar búnar að spila á 9 undir pari, 133 höggum (66 67).

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: