Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2017 | 23:59

LPGA: Ólafía Þórunn komst ekki g. niðurskurð

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,  komst ekki í gegnum niðurskurð á KPMG risamótinu.

Niðurskurður var miðaður við 2 yfir pari eða betra og Ólafía Þórunn var á 5 yfir pari, 147 höggum (74 73).

Þetta er 12. LPGA mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í, en hún hefir 5 sinnum komist í gegnum niðurskurð.

Keppt er á Olympia Fields í Illinois.

Í efsta sæti eftir 2 keppnishringi eru Danielle Kang frá Bandaríkjunum og Sei Young Kim frá S-Kóreu, á samtals 7 undir pari, hvor.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á KPMG risamótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á KPMG risamótinu SMELLIÐ HÉR: