Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2017 | 05:00

LPGA: Ólafía Þórunn komin í 115. sæti peningalista LPGA

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hlaut tékka upp á $ 3,347.00,- ( u.þ.b. 334.700,- íslenskar krónur) fyrir frábæran árangur sinn á LPGA Volvik Championship, sem fram fór í Ann Arbor, Michigan.

Hún komst sem kunnugt er glæsilega í gegnum niðurskurð með því að fá örn á lokaholuna á 2. hring mótsins og lauk keppni T-56.

Í sigursætinu var Shanshan Feng frá Kína, sem hlaut að launum $195.000 (eða u.þ.b. 19.500,000,- íslenskra króna).

Það er svo óskandi að Ólafía Þórunn komist í gegnum niðurskurð í mótunum sem framundan eru á LPGA, en verðlaunaféð er m.a. mikilvægt til þess að halda kortinu sínu á LPGA.

Með þessu verðlaunafé er Ólafía Þórunn komin í 115. sæti peningalista LPGA. Efst á listanum er So Yeon Ryu frá S-Kóreu, sem búin er að vinna sér inn rúmlega 90 milljónir íslenskra króna á þessu keppnistímabili.

Sjá má stöðuna á peningalista LPGA með því að SMELLA HÉR: