Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía Þórunn í 6. sæti e. 2. dag á Opna skoska – Glæsilegt!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,  er að spila hreint frábært golf á Opna skoska.

Í dag, á 2. hring, lék hún North Ayrshire á stórglæsilegum 2 undir pari, 70 höggum.

Á hringnum fékk hún m.a. örn, sem kom á par-5, 14. holunni, 4 fugla og 4 skolla.

Þetta er 2. örninn sem hún fær í móti á LPGA mótaröðinni. Þetta er jafnframt 15. mótið sem hún tekur þátt í á LPGA og þetta er í 8. skipti sem hún kemst í gegnum niðurskurð!!!! Frábært.

Eftir daginn er hún líka meðal 10 efstu, sem er algerlega meiriháttar.  Jafnframt er Ólafía Þórunn ein af aðeins 6 kvenkylfingum sem hafa í heildina leikið undir pari! í þessu móti!!!

En mótið er ekki búið. Það á eftir að spila 2 hringi, þannig að best er að gleyma öllu í dag og einbeita sér að morgundeginum.

Til þess að sjá stöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: