Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2017 | 20:15

LPGA: Ólafía Þórunn hóf keppni á lokamóti LPGA í Naples í dag

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er nú við keppni á lokamóti LPGA, sem fram fer í Naples, Flórída, í Bandaríkjunum.

Þegar þetta er ritað er Ólafía Þórunn á 2 undir pari, á 16. holu búin að fá 3 fugla og 1 skolla og á eftir að spila 2 holur.

Ólafía Þórunn er sem stendur T-21 þ.e. deilir 21. sætinu með fjölmörgum kylfingum, en þátttakendur eru 74.

Í efsta sæti sem stendur eru Peiyun Chien frá Tapei og hin ástralska Sarah Jane Smith; báðar á 6 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á lokamóti LPGA SMELLIÐ HÉR: