Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni n.k. fimmtudag í Kanada

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur keppni á fimmtudaginn n.k. á Canadian Pacific Women´s Open, en mótið er hluti LPGA mótaraðarinnar,  sjá með því að SMELLA HÉR:

Mótið fer fram í Ottawa, í Ontario, Kanada og stendur dagana 24.-27. ágúst.

Þetta er 17. mótið sem Ólafía Þórunn spilar á, á LPGA mótaröðinni, en hún hefir 8 sinnum komist í gegnum niðurskurð.

Ólafía Þórunn er í 103. sæti á stigalista LPGA og þarf nauðsynlega að koma sér á topp-100, þ.e. að koma sér í gegnum niðurskurð í þessu móti og næstu mótum, þannig að hún haldi kortinu sínu, þ.e. fullum spilarétti á LPGA mótaröðinni.

Sú sem á titil að verja í mótinu er thaílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn.