Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2017 | 19:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni í Meijer mótinu n.k. fimmtudag

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, mun spila í 11. LPGA móti sínu n.k. fimmtudag.

Mótið nefnist Meijer LPGA Classic for Simply Give og fer fram dagana 15.-18. júní n.k.

Mótsstaður er í Blythefield CC í Grand Rapids, Michigan.

Margir sterkustu kylfingar heims taka þátt í mótinu m.a. núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Ariya Jutanugarn og fv. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Lydia Ko.

Sjá má þátttakendalistann fyrir Meijer LPGA Classic for Simply Give með því að SMELLA HÉR: