Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2017 | 07:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á morgun kl. 11:15 í New Jersey

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í 9. móti sínu á LPGA og hefur keppni á morgun, 2. júní 2017.

Mótið heitir Shoprite LPGA Classic presented by Acer og fer fram dagana 2.-4. júní í Galloway, New Jersey.

Ólafía er í 1. ráshóp og fer út með Simin Feng frá Kína og Jackie Stoelting frá Bandaríkjunum.

Þær stöllur í 1. ráshóp fara út kl. 7:15 að staðartíma (sem er kl. 11:15 á morgun hjá okkur hér á Íslandi, 2. júní!!!)

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: