Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2018 | 23:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á lokaúrtökumótinu miðv.d. 24. okt.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk 2018 keppnistímabilinu í 139. sætinu á stigalista LPGA og verður því að taka þátt í lokaúrtökumóti LPGA til þess að ávinna sér sæti sitt á LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn fer út á morgun 24. október 2018 kl. 13:16 að staðartíma í Norður-Karólínu (kl. 17:16 hér heima á Íslandi), þar sem Pinehurst nr. 6 og nr. 7 verða leiknir.

Ólafía er í ráshóp með Amelíu Lewis og japanska áhugakylfingnum Suzuku Yamaguchi.

Að venju frá 20 efstu og þær sem jafnar eru í 20. sætinu kortið sitt og fullan þátttökurétt á LPGA mótaröðinni og enn aðrar 25 takmarkaðan spilarétt á LPGA og þátttökurétt í 2. deildinni þ.e. Symetra mótaröðinni.

Alls taka 108 þátt í lokaúrtökumótinu.

Vinkona Ólafíu Þórunnar og frænka Tiger Woods, Cheyenne tekur einnig þátt í lokaúrtökumótinu.

Það er svo sannarlega vonandi að Ólafíu Þórunni okkar  gangi sem allra, allra best og margir sem verða að fylgjast með henni hér heima næsta daga!!!

Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á lokaúrtökumótinu SMELLIÐ HÉR: