Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 21:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á KPMG risamótinu á morgun kl. 14:30

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni á morgun á KPMG risamótinu.

Mótið fer fram á Olympía Fields í Illinois og stendur dagana 29. júní-2. júlí 2017.

Ólafía Þórunn fer út kl. 9:30 að staðartíma í Illinois, sem er kl. 14.30 að íslenskum tíma.

Með Ólafíu í ráshóp eru hin bandaríska Annie Park og Wendy Doolan frá Ástralíu.

Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á KPMG risamótinu SMELLIÐ HÉR: