Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2017 | 10:33

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á Bank of Hope mótinu kl. 14:33 – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni kl. 7:33 að staðartíma / kl. 14:33 að íslenskum tíma á Bank of Hope mótinu á LPGA mótaröðinni í dag.

Mótið fer fram í Phoenix, Arizona og búist við að töluverður fjöldi Íslendinga verði að fylgjast með Ólafíu Þórunni.

Hún verður í ráshóp með fyrrum liðsfélaga sínum og skólasystur úr Wake Forest, Cheyenne Woods, frænku Tiger Woods og þeirri sem stóð sig svo vel í Singapore á síðasta LPGA móti,HSBC Women´s Champions, stórstjörnunni Michelle Wie, en í síðasta móti varð hún T-4 og var í forystu mestallt mótið.

Ólafía er í ráshóp nr. 8 af 48, sem ræstir verða út og hefur keppni af 10. teig.

Ekki bara þeir sem eru úti í Phoenix fylgjast með Ólafíu Þórunni – heldur er viðbúið að kylfingar hér og hvar hér heima á Íslandi verði að glugga af og til á skortöfluna til að fylgjast með gengi Ólafíu.

Elsku Ólafía – gangi þér allt í haginn og sem allra best!!!

Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á skortöflu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á Twitter síðu GSÍ SMELLIÐ HÉR: