Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2017 | 18:04

LPGA: Ólafía Þórunn flýgur upp skortöfluna!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnkylfingur úr GR, flýgur upp skortöfluna þessa stundina á 2. hring Texas Shootout.

Þegar þetta er ritað kl. 18:00 að íslenskum tíma á Ólafía eftir að spila 3 brautir og er T-18, þ.e. jöfn nokkrum öðrum í 18. sæti.

Hún er búin að eiga geggjaðan, skollalausan hring, fram að þessu – búin að fá 5 fugla þegar á eftir að spila 3 holur.

Já, það er allt útlit fyrir að hún komist í gegnum niðurskurð í þessu móti!!! Glæsilegt!!!

Fylgjast má með Ólafíu á skortöflu með því að SMELLA HÉR:

Og hér má fylgjast með gangi mála á Twittersíðu GSÍ SMELLIÐ HÉR: