Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2017 | 09:00

LPGA: Ólafía Þórunn fer út kl. 11:30 að íslenskum tíma – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, hefur 2. keppnishring sinn á Indy Women Tech Championship mótinu kl. 7:30 að staðartíma í Indianapolis í Indiana, Bandaríkjunum (sem er kl. 11:30 að íslenskum tíma).

Eftir sem áður verður Ólafía í ráshóp með Maude Aimee Leblanc frá Kanada og Söndru Chankija frá Bandaríkjunum.

Verði þetta niðurstaðan að Ólafía endi keppni T-9 fer hún úr T-101 rétt aðeins inn á topp-100 stigalista LPGA, en þar verður hún að vera ætli hún sér að halda fullum keppnisrétti á LPGA mótaröðinni á næsta ári, 2018.

Í efsta sæti eftir 1. dag Indy-mótsins er bandaríski kylfingurinn  Lexi Thompson, en hún lék 1. hring á 9 undir pari, 63 glæsihöggum og á því 4 högg á Ólafíu.  Þær Lexi og Ólafía Þórunn voru saman í ráshóp um síðustu helgi, sem virðist hafa farið vel í þær, því báðar eru að standa sig svona framúrskarandi á Indy mótinu.

Golf 1 óskar Ólafíu alls hins besta nú í dag og þeim mun meira á lokahringnum á morgun – en  telja verður líkurnar á að Ólafía komist í gegnum niðurskurð í dag ansi góðar!!! Vonandi nær hún að standa sig jafnvel eða betur í dag en í gær!!!

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: