Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2018 | 00:01

LPGA: Ólafía Þórunn T-39 e. 3. dag

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir nú komist í gegnum niðurskurð 5 sinnum á LPGA mótaröðinni, það sem af er keppnistímabilsins.

Í gær lék hún 3. hring á Marathon Classic Presented by Owens Corning and 0-1 á  sléttu pari, 71 höggi.  Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 4 fugla og 4 skolla.

Samtals er Ólafía Þórunn á 4 undir pari 209 höggum (68 70 71).

Mótið fer fram í Savannah, Ohio.

Efst eftir 4. dag er kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson, sem leikið hefir á samtals 11 undir pari (67 66 69).

Til þess að sjá stöðuna á Marathon Classic Presented by Owens Corning and 0-1 eftir SMELLIÐ HÉR: