Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 16:05

LPGA: Ólafía Þórunn á parinu e. 1. dag á Evían

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir nú nýlokið 1. hring á Evían risamótinu.

Hún lék 1. hring á sléttu pari 71 höggi; á hring þar sem hún fékk 4 fugla og 4 skolla.

Sem stendur er Ólafía Þórunn T-38 af 120 keppendum og það myndi nægja henni að öllu óbreyttu í gegnum niðurskurð.

Eftir hringinn á morgun verður skorið niður og 70 efstu og þær sem jafnar eru í 70. sæti fá að spila lokahringinn. Til marks um hversu glæsilegt það væri, ef þetta yrði niðurstaðan, þá væri það í fyrsta sinn sem íslenskur kvenkylfingur færi í gegnum niðurskurð á risamóti í golfi!!!

Sem stendur er nr. 3 á Rolex-heimslistanum, Sung Hyun Park, efst á Evían, en hún lék 1. hring á stórglæslegum 8 undir pari, 63 höggum; fékk 1 örn, 7 fugla og 1 skolla.

Til þess að sjá stöðuna á Evían risamótinu SMELLIÐ HÉR: