Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 07:00

LPGA: Ólafía Þórunn í Morning Drive

Í síðasta mánuði (janúar 2017) voru 3 af nýliðum á LPGA í viðtali á Morning Drive golfþættinum.

Þetta voru Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, enski Solheim Cup kylfingurinn Mel Reid og indverski kylfingurinn Aditi Ashok.

Rætt var um keppnistímabilið sem framundan er og jafnframt kynnti Ólafía styrktaraðila sinn KPMG.

Þar sem um viðtal í höfuðstöðvum Morning Drive, Golf Channel var að ræða voru nýliðarnir látnir skrifa á töflu þeirra sem hafa verið í viðtali hjá Morning Drive – Sjá má Ólafíu árita töfluna hér að neðan:

Ólafía í höfuðstöðvum Morning Drive

Ólafía í höfuðstöðvum Golf Channel í Morning Drive þættinum

Sjá má myndskeið úr Morning Drive þætti Golf Channel með Ólafíu Þórunn með því að SMELLA HÉR: 

… og með því að SMELLA HÉR: