Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2017 | 12:00

LPGA: Ólafía Þórunn á +4 1. dag í Kanada – Fer út kl. 18:37 í kvöld – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í Canadian Pacific Women´s Open, sem fram fer í Ottawa, Kanada.

Hún lék 1. hring í gær á 4 yfir pari, 76 höggum og verður heldur betur að bæta sig í dag, ætli hún sér í gegnum niðurskurð í mótinu; en spáð er að niðurskurðarlínan verði við 1 yfir pari.

Á 1. hring fékk Ólafía Þórunn 2 fugla og því miður 6 skolla.

Þetta er 17. LPGA mótið, sem Ólafía Þórunn tekur þátt í, en hún hefir komist 8 sinnum í gegnum niðurskurð í þeim LPGA mótum, sem hún hefir tekið þátt í.

Hún verður að vera meðal 100 efstu til að halda kortinu sínu og fullum spilarétti á LPGA, 2018.

Komist hún ekki gegnum niðurskurð fer hún úr 103. sæti stigalistans í 109. sætið og fjarlægist enn lítillega markmiðið að koma sér meðal 100 efstu!!!

Efst í mótinu eftir 1. dag er bandaríski kylfingurinn Marina Alex, en hún lék á 5 undir pari, 66 höggum!!!

Ólafía Þórunn fer út og spilar 2. hring á CP Women´s Open kl. 18:37 að íslenskum tíma í kvöld (þ.e. kl. 2:37 p.m. að kanadískum tíma).

Með Ólafíu Þórunni í ráshóp eru eftir sem áður bandaríski kylfingurinn Jackie Stoelting – Sjá eldri kynningu Golf 1 á Stoelting með því að SMELLA HÉR  og kínverski kylfingurinn Simin Feng – en sjá má kynningu Golf 1 á Feng með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: