Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2017 | 16:30

LPGA: Ólafía Þórunn á +3 e. 9. holur á Canadian Pacific Women´s Open

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur nú hafið keppni í Canadian Pacific Women´s Open, sem er 17. LPGA mótið hennar á þessu keppnistímabili.

Þegar 1. hringur hjá henni er hálfnaður er hún á 3 yfir pari og T-51.

Því miður er þetta ekki óska byrjun því hún er aðeins búin að fá 1 fugl og því miður 4 skolla.

Aðeins er búið að ræsa út 78 eða um helming keppenda, en 156 þátttakendur eru í þesu móti.

Það er vonandi að seinni 9 spilist betur hjá Ólafíu Þórunni eða a.m.k ekki verr!!!

Til þess að sjá stöðuna á Canadian Pacific Women´s Open SMELLIÐ HÉR: