Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2017 | 21:00

LPGA: Ólafía Þórunn á -1 þ.e 71 höggi á 2. degi Volvik

Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir nú lokið 2. hring Volvik mótsins, sem hófst í gær, í Ann Arbor, Michigan.

Ólafía lék á 1 undir pari, 71 höggi og flaug í gegnum niðurskurð!!! Hún er sem stendur T-32 í mótinu og fær að spila um helgina.

Niðurskurður var miðaður við 1 undir pari eða betra og komust margir heimsþekktir kylfingar ekki gegnum niðurskurðin s.s. Mel Reid, Paula Creamer, Karrie Webb, Azahara Muñoz, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Yani Tseng, Beatriz Recari, Sandra Gal , Juli Inkster ofl. ofl.

Á hringnum í dag fékk Ólafía Þórunn glæsiörn þegar mest reið á, 3 fugla og 4 skolla.

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 4 undir pari, 140 höggum (69 71).

Í efsta sæti er Sung Hyun Park frá S-Kóreu á samtals 12 yfir pari.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Volvik mótinu SMELLIÐ HÉR: