Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2017 | 20:00

LPGA: Ólafía Þórunn lauk keppni T-39 á Cambia Portland

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á Cambia Portland Classic mótinu.

Mótið fór fram dagana 31. ágúst – 3. september í Portland, Oregon í Bandaríkjunum.

Þetta var 18. mót Ólafíu Þórunnar á LPGA og í 9. skipti, sem hún kemst í gegnum niðurskurð.

Ólafía Þórunn lék á samtals 5 undir pari, 283 höggum (70 72 69  72) og varð T-39 þ.e. deildi 39, sætinu í mótinu með hinni suður-kóreönsku Ilhee Lee.

Stórglæsilegur árangur þetta hjá Ólafíu Þórunni og hún  er T-101 á LPGA stigalistanum, deilir því sæti með hinni sænsku Dani Holmqvist. Ólafía Þórunn er með samtals $72.090 í verðlaunafé eftir mótið – Hún verður meðal 100 efstu á stigalista LPGA,í lok keppnistímabils, ætli hún sér að halda kortinu sínu og fullum spilarétti á LPGA á næsta ári, 2018.

Ólafía Þórunn lék lokahringinn í ráshóp með Lexi Thompson og Alejöndru Llaneza.

Sigurvegari mótsins varð bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis en hún lék á samtals 20 undir pari.

Sjá má lokastöðuna í Cambia Portland Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: