Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2017 | 23:59

LPGA: Ólafía T-65 á Kia Classic – Hápunktar 1. dags

Ólafía Þórunn Kristínsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf leik á Kia Classic LPGA mótinu í Carlsbad, Kaliforníu í dag.

Hún lék 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum – fékk 2 fugla og 3 skolla og er T-65 þ.e. jöfn 15 öðrum kylfingum, þ.á.m. heimsþekktum kylfingum á borð við Söndru Gal, Beatriz Recari og Karrie Webb.

Margir heimsþekktir kylfingar léku verr en Ólafía m.a. nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko sem lék á 74 höggum og er undir niðurskurðarlínunni T-84, og Morgan Pressel og Laura Davies, sem léku á 75 höggum, en búast má við að þær komi allar grimmar aftur á 2. hring.

Þær sem eru efstar hafa spilað á 6 undir pari, 7 höggum betur en Ólafía Þórunn en það eru þær Mo Martin, Cristie Kerr og In Gee Chun, sem allar voru á 66 höggum.

Skorið verður niður eftir hringinn á morgun og ljóst að Ólafía verður að eiga geysigóðan hring eigi hún að komast áfram – Spennandi golf framundan á morgun, föstudaginn 24. mars!!!

Sjá má stöðuna á Kia Classic með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags á Kia Classic með því að SMELLA HÉR: