Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2017 | 22:00

LPGA: Ólafía T-38 e. 1. dag í Kína – Fylgist með henni HÉR en hún fer út kl. 00:17

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á pari vallar á 1. hringnum á Blue Bai atvinnumótinu sem fram fer í Kína. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og er Ólafía Þórunn í 38. sæti en keppendur eru alls 81. Keppnisvöllurinn í Kína er einn sá lengsti á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili.

Ólafía Þórunn hóf leik á 1. teig og byrjaði ekki vel þar sem hún fékk skramba, eða +2. Hún bætt um betur á næstu 10 holum þar sem hún fékk fjóra fugla – hún tapaði síðan tveimur höggum í röð á 12. og 13.

Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili – og er þetta jafnframt lokamótið hjá Ólafíu Þórunni á mótaröðinni. Hún keppir í byrjun desember með Evrópuúrvalinu á The Queens mótinu í Japan. Í millitíðinni keppir hún á styrktarmóti hjá Söndru Gal, en hún kom hingað til lands í sumar á styrktarmót Ólafíu Þórunnar og KPMG.

Sjá má stöðuna á Blue Bai mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Fylgist með Ólafíu Þórunni á 2. hring en hún fer út kl. 8:17 að staðartíma á Hainan eyju í Kína (sem er kl. 00:17 hér á Íslandi).