F.v.: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra. Mynd: Tinna Jóhannsdóttir LPGA: Ólafía og Valdís fara út nú í nótt í Bonville mótinu í Ástralíu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL verða báðar á meðal keppenda á Ladies Classic Bonville mótinu sem fram fer í Ástralíu. Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Alls verða leiknir fjórir hringir.
Nánar um mótið hér:
Valdís Þóra hefur leik kl. 02:10 að íslenskum tíma aðfaranótt fimmtudagsins 22. febrúar eða kl. 13:10 að staðartíma. Hún verður með Wanasa Zhou frá Ástralíu og Annabel Dimmock frá Englandi í ráshóp fyrstu tvo hringina. Á öðrum keppnisdegi hefur Valdís Þóra leik kl. 21.10 fimmtudaginn 22. febrúar en þá er kl. 8.10 að morgni föstudagsins 23. febrúar í Ástralíu.
Ólafía Þórunn hefur leik kl. 02:30 að íslenskum tíma aðfaranótt fimmtudagsins 22. febrúar eða kl. 13:30 að staðartíma. Hún verður með Munchin Keh frá Nýja-Sjálandi og Jenny Haglund frá Svíþjóð í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Á öðrum keppnisdeginum hefur Ólafía Þórunn leik kl. 21:30 fimmtudaginn 22. febrúar en þá er kl. 8:30 að morgni föstudagsins 23. febrúar í Ástralíu.
Mótið er eins og áður segir hluti af LET Evrópumótaröðinni sem er næsta sterkasta atvinnumótaröð í heimi. Valdís og Ólafía kepptu í síðustu viku á LPGA móti í Ástralíu. Það var í fyrsta sinn sem tveir keppendur frá Íslandi kepptu á sterkstu mótaröði í heimi. Valdís Þóra vann sér inn keppnisrétt á því móti með því að komast í gegnum úrtökumót á mánudeginum fyrir mótið. Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni.
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
