Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía náði ekki niðurskurði á Opna breska

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er úr leik á Ricoh Opna breska kvenrisamótinu.

Hún lék hringina tvo á 6 yfir pari, 150 höggum (75 75) – Niðurskurður var miðaður við 1 undir pari eða betra.

Þetta er 16. LPGA mótið sem Ólafía tekur þátt í og þetta er í 8. skiptið sem hún kemst ekki í gegnum niðurskurð.

Það sem er slæmt er að hún fer úr 102. sætinu á stigalista LPGA í 104. sætið en hún þarf að vera á topp-100 til þess að halda kortinu sínu og fullum spilarétti á LPGA 2018.

Næst mun Ólafía Þórunn spila í styrktarmótum hér heima: Einvíginu á Nesinu, mánudaginn 7. ágúst, en mótið er helgað baráttunni gegn einelti og styrktarmóti fyrir Barnaspítala Hringsins daginn eftir!

Til þess að sjá stöðuna á Ricoh Opna breska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR: