Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2017 | 13:27

LPGA: Ólafía lék 1. hring á Opna skoska á 73 höggum

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir lokið leik eftir 1. hring Opna skoska.

Hún lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er þegar þetta er ritað (kl. 13:25) í 45. sæti.

Á hringnum í dag fékk Ólafía Þórunn 4 fugla, 2 skolla og einn óþarfa skramba!

Sætistala Ólafíu Þórunnar á eflaust eftir að breytast nokkuð, því fjölmargar eiga eftir að ljúka leik.

Sjá má stöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: