Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 09:30

LPGA: Ólafía lék 1. hring á +6

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék 1. hring á McKayson New Zealand Open mótinu á Nýja-Sjálandi á 6 yfir pari, 78 höggum.

Hún fékk 2 fugla, 6 skolla og 1 skramba á Windcross Farms.

Sem stendur er niðurskurður miðaður við þær sem hafa leikið á 1 yfir pari eða betur og Ólafía því 5 höggum fyrir neðan niðurskurðarlínu.

Ólafía fer út kl. 8: 42 a.m. að ný-sjálenskum tíma (kl. 19:42 að íslenskum tíma) á 2. hring.

Nú er um að fylgjast með!!!

Til þess að sjá stöðuna á McKayson New Zealand Open SMELLIÐ HÉR: