Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2017 | 07:00

LPGA: Ólafía lauk keppni T-74 í S-Kóreu

Afmæliskylfingur Golf 1 í dag, Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, lauk keppni á LPGA KEB HanaBank Championship í nótt, í neðsta sæti ásamt heimakonunni Ji Young Kim. Þær deildu 74. sæti (þ.e. voru T-74).

Í nótt jafnaði Ólafía besta hring sinn á Ocean velli Sky 72, var á 2 yfir pari 74 höggum; á hring þar sem hún fékk 2 fugla, 2 skolla og einn tvöfaldan skolla.

Samtals lék Ólafía Þórunn á 14 yfir pari, 302 höggum (74 79 75 74).

Það var heimakonan Jin Young Ko, sem stóð uppi sem sigurvegari í mótinu, en hún lék á 19 undir pari ( 68 67 66 68), en í 2. sæti varð landa hennar Sung Hyun Park á 17 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á LPGA KEB HanaBank Championship SMELLIÐ HÉR: