Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2018 | 00:01

LPGA: Ólafía lauk keppni T-56 á Marathon Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir lokið keppni á  Marathon Classic Presented by Owens Corning and 0-1.

Hún lék á samtals sléttu pari, 284 höggum (68 70 71 75).

Ólafía varð T-56 þ.e. jöfn öðrum í 56. sæti mótsins.

Í verðlaunafé fyrir árangur sinn í mótinu hlaut Ólafía Þórunn $4,495.00 (eða u.þ.b. kr. 500.000).

Sigurvegari mótsins varð Thidapa Suwannapura frá Thaílandi, eftir bráðabana við Brittany Lincicome, en báðar voru á samtals 14 undir pari, eftir hefðbundinn 72 holu hring.

Mótið fór fram í Savannah, Ohio.

Til þess að sjá stöðuna á Marathon Classic Presented by Owens Corning and 0-1 eftir SMELLIÐ HÉR: