Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2017 | 07:55

LPGA: Ólafía lauk keppni T-30 í Ástralíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk keppni í nótt á ISPS Handa Australian Women´s Open.

Hún lék samtals á sléttu pari og lauk keppni í 30. sæti sem hún deildi með 9 öðrum kylfingum, þ.á.m. heimsfrægum kylfingum á borð við Michelle Wie og Azahara Muñoz.

Ólafía Þórunn lék á samtals 292 höggum (72 74 71 75).

Lokahringurinn var hennar versti hringur af keppnisdögunum 4 og fékk hún 4 fugl, 4 skolla og 1 skramba.

Til þess að sjá lokastöðuna áISPS Handa Australian Women´s Open SMELLIÐ HÉR: