Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 23:59

LPGA: Óljóst hvort Ólafía nái niðurskurði

Það á ekki af Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur að ganga.

Eftir frábæran fyrsta hring á US Women´s Open risamótinu, þar sem hún var í 25. sæti eftir daginn, fer allt niður á við 2. daginn.

Á 2. hring lék Ólafía Þórunn á 5 yfir pari, 77 höggum og er því samtals á 5 yfir pari, 149 höggum (72 77).

Á 2. hringnum fékk Ólafía 2 fugla og 7 skolla.

US Women´s Open er 12. mótið sem hún tekur þátt í en hún hefir aðeins komist gegnum niðurskurð þrívegis á tímabilinu.

Frekar ósennilegt er að Ólafía Þórunn komist gegnum niðurskurð sem miðaður er við 4 yfir pari og betra, en nokkrar eiga eftir að ljúka hringjum sínum.

Sarah Jane Smith frá Ástralíu er í efsta sæti á samtals 10 undir pari, hefir átt tvo frábæra hringi, báða á 67 höggum

Sjá má stöðuna á US Women´s Open með því að SMELLA HÉR: