Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 04:30

LPGA: Ólafía komst ekki g. niðurskurð á LA Open

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR komst því miður ekki í gegnum niðurskurð á Hugel JTCB – LA Open.

Ólafía lék samtals á 10 yfir pari, 152 höggum (75 77).

Niðurskurður var miðaður við samtals 4 yfir pari eða betra og Ólafía því nokkuð langt frá því að komast gegnum niðurskurð.

Þetta er 7. mót Ólafíu á LPGA á þessu keppnistímabili, en hún hefir það sem af er aðeins komist 2 sinnum í gegnum niðurskurð.

Það versta er að hún er T-112 á stigalistanum, en hún þarf að halda sér meðal efstu 100 til þess að halda spilarétti sínum á LPGA.

Í efsta sæti er Moriya Jutanugarn frá Thaílandi, en hún hefir spilað á samtals 8 undir pari, 134 höggum (68 66).

Sjá má stöðuna á Hugel JTCB – LA Open með því að SMELLA HÉR: 

Svona skiptast á skin og skúrir í golfinu og eins og allir vita skilur blað bakka og egg og einfaldlega ekki alltaf hægt að vera beitt!

Það gengur bara betur næst!!!

Aðalfréttagluggi: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd: Tristan Jones