Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 12:00

LPGA: Ólafía hefur keppni í Indiana í dag kl. 16:30 – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Indy Women In Tech Championship, sem fram fer í Indianapolis í Indiana í Bandaríkjunum.

Mótið fer fram á Brickyard Crossing vellinum, dagana 7.-9. september.

Þetta er 19. mót Ólafíu á LPGA og hún er T-101 á stigalistnum.

Ólafía Þórunn fer út kl. 12:30 að staðartíma (þ.e. kl. 16:30 að íslenskum tíma)

Í ráshóp með Ólafíu Þórunni fyrstu tvo dagana eru Maude-Aimee Leblanc og Sandra Changkija.

Fylgjast má með stöðunni á Indi Women In Tech með því að SMELLA HÉR: