Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2017 | 09:00

LPGA: Ólafía hefur 3. hring á Opna skoska kl. 11:29 – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni á Opna skoska kl. 12:29 að staðartíma (sem er kl. 11:29 hér heima á Íslandi).

Hún er sem stendur í 6. sætinu í mótinu og ef henni tekst að halda því verður þetta fyrsti topp-10 árangur hennar á LPGA!

Vonandi er að henni takist að halda sér þar, því þar með fer hún úr 116. sætinu í 89. sætið á LPGA stigalistanum,  sem er innan við 100 efstu og heldur þar með kortinu sínu á LPGA, takist henni að ná góðum skorum á þeim mótum sem eftir eru keppnistímabilsins.

Það er því mikið í húfi, ekki aðeins verðlaunafé, sem verður töluvert hærra, nái Ólafía Þórunn að halda sér á topp-10.

Ólafía Þórunn er á samtals 1 undir pari, en sú sem er efst, bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr,  hefir leikið 4 höggum betur þ.e. er á samtals 5 undir pari.

Nú er mikilvægt að halda sér í núinu – taka vöðvaminnið á gærdaginn – og sleppa öllum óþarfa hugsunum – Vonandi að Ólafíu Þórunni takist sem allra, allra best upp í dag!!!

Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á 3. hring á skortöflu með því að SMELLA HÉR: