Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 23:30

LPGA: Ólafía hefur 2. hring kl. 1:02 í nótt í S-Kóreu á KEB HanaBank mótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer út núna á eftir kl. 1:02 að íslenskum tíma á 2. hring LPGA KEB HanaBank Championship  (kl. 10.02 að morgni 13. október að s-kóreönskum tíma).

Ólafía Þórunn er með Hee Young Park frá Suður-Kóreu og Alison Lee, nýliðanum í liði Bandaríkjanna í Solheim Cup 2016,  í ráshóp. Alison Lee var vendipunkturinn í leik liðs Bandaríkjanna, sem var undir þegar Alison varð fyrir leiðindum af hálfu norsku frænku okkar, Suzann Petterson, sem var með einhverja reglustæla við hana, sem reitti bandaríska liðið til reiði, sem dugði þeim til sigurs.

Eins og staðan er nú er Ólafía Þórunn búin að spila á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-59 af 78 keppendum.

Þrír kylfingar deila efsta sætinu í mótinu þær Minjee Lee frá Ástralíu og heimakonurnar þær Sung Hyun Park og Min-Sun Kim, allar á 6 undir pari, 66 höggum.

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á PGA KEB HanaBank Championship með því að SMELLA HÉR: