Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 18:00

LPGA: Ólafía hefir lokið leik á 2. hring

Ólafia Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var að ljúka leik á 2. hring Kingsmill Championship.

Hún var búin að vera 3 undir pari mestallan hringinn, þegar hún fékk skelfilegan skramba á 17. holu þ.e. par-4 8. holuna.

Síðan bætti hún við skolla á par-4 18. holunni hennar (þ.e. 9. holu) – og það hefur líklega verið rothöggið því eins og staðan er núna komast þær áfram sem eru á samtals 1 undir pari – en Ólafía endaði hringinn á parinu og er samtals á pari, 142 höggum (71 71).

Hún lék sem sagt 2. hringinn á  pari, fékk 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba.

Skelfilegt!!! … að úrslitin í mótinu fyrir Ólafíu ráðist á 2 holum!!! … eftir að hafa spilað svona vel 16 holur.

Óvíst er á þessari stundu, en afar ólíklegt að Ólafía komist í gegnum niðurskurð.

Hægt að fylgjast með stöðunni með því að SMELLA HÉR: