Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2017 | 22:10

LPGA: Ólafía T-20 – á 68 höggum á 2. degi Pure Silk!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir flaug í gegnum niðurskurð á 1. mótinu sem hún tekur þátt í á LPGA og spilar þvi um helgina.

Hún var á glæsilegum 5 undir pari á 2. keppnisdegi,  fékk 5 fugla og 13 pör – skilaði flottu, skollalausu skorkorti!!!

Ólafía Þórunn er T-20 í hálfleik í mótinu; er búin að spila samtals á 7 undir pari, 139 höggum (71 68).

Þær sem deila 20. sætinu með Ólafíu eru m.a. vinkona Ólafíu frá Abu Dhabi, Mel Reid og einn besti tælenski kvenkylfingurinn Pornanong Phattlum, ásamt 3 öðrum kylfingum.

Ótrúlega flottur árangur að vera á topp-20 á fyrsta LPGA-mótinu sínu í hálfleik – innan um alla bestu kvenkylfinga heims!!!

Gleðitíðindi eru einnig að vinkona Ólafíu Þórunnar frá háskólaárunum í Wake Forest, Cheyenne Woods, komst gegnum niðurskurð – en Natalie Gulbis, hinn keppandinn í ráshóp Ólafíu, því miður ekki.

Efst í mótinu er Brittany Lincicome, en hún er búin að spila á samtals 17 undir pari , 129 höggum (65 64) og fast á hæla hennar kom sú sem var á besta skorinu í dag, 12 undir pari, 61 höggi, en það er Lexi Thompson og er hún aðeins 1 höggi á eftir Lincicome; á samtals 16 undir pari, 130 höggum (69 61). Lexi fékk samtals 1 örn, 9 fugla og 8 pör. Langbesta skorið á Oceanvellinum í dag!!!

Í 3. sæti er síðan Solheim Cup stjarnan bandaríska Gerina Piller á samtals 14 undir pari (67 65)  og í 4. sæti er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Stacy Lewis á samtals 13 undir pari (66 67).

Sjá má stöðuna í Pure Silk LPGA Classic eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: