LPGA: Ólafía T-20 – á 68 höggum á 2. degi Pure Silk!!!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir flaug í gegnum niðurskurð á 1. mótinu sem hún tekur þátt í á LPGA og spilar þvi um helgina.
Hún var á glæsilegum 5 undir pari á 2. keppnisdegi, fékk 5 fugla og 13 pör – skilaði flottu, skollalausu skorkorti!!!
Ólafía Þórunn er T-20 í hálfleik í mótinu; er búin að spila samtals á 7 undir pari, 139 höggum (71 68).
Þær sem deila 20. sætinu með Ólafíu eru m.a. vinkona Ólafíu frá Abu Dhabi, Mel Reid og einn besti tælenski kvenkylfingurinn Pornanong Phattlum, ásamt 3 öðrum kylfingum.
Ótrúlega flottur árangur að vera á topp-20 á fyrsta LPGA-mótinu sínu í hálfleik – innan um alla bestu kvenkylfinga heims!!!
Gleðitíðindi eru einnig að vinkona Ólafíu Þórunnar frá háskólaárunum í Wake Forest, Cheyenne Woods, komst gegnum niðurskurð – en Natalie Gulbis, hinn keppandinn í ráshóp Ólafíu, því miður ekki.
Efst í mótinu er Brittany Lincicome, en hún er búin að spila á samtals 17 undir pari , 129 höggum (65 64) og fast á hæla hennar kom sú sem var á besta skorinu í dag, 12 undir pari, 61 höggi, en það er Lexi Thompson og er hún aðeins 1 höggi á eftir Lincicome; á samtals 16 undir pari, 130 höggum (69 61). Lexi fékk samtals 1 örn, 9 fugla og 8 pör. Langbesta skorið á Oceanvellinum í dag!!!
Í 3. sæti er síðan Solheim Cup stjarnan bandaríska Gerina Piller á samtals 14 undir pari (67 65) og í 4. sæti er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Stacy Lewis á samtals 13 undir pari (66 67).
Sjá má stöðuna í Pure Silk LPGA Classic eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
