Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 20:00

LPGA: Ólafía fer út kl. 15:46 á morgun – 2. hring frestað vegna hvassviðris

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir náði ekki að fara út á 2. hring á Pure Silk mótinu á Bahamas í dag vegna hvassviðris á Ocean Club golfvellinum í Nassau á Bahamas, þar sem mótið fer fram.

Hún spilaði 1. hring á 4 yfir pari, 77 höggum en aðstæður voru líka erfiðar (hvasst) í gær sem gerði völlinn krefjandi, sem aftur á móti skýrir hátt skor hennar (og annarra keppenda).

Ólafía Þórunn fer út kl. 10:46 að staðartíma (kl. 15:46 að íslenskum tíma) á morgun (laugardaginn 27. janúar 2018 – í 2. hring sinn) eftir sem áður með þeim Maude-Aimee Leblanc frá Kanada og Amelíu Lewis frá Bandaríkjunum í ráshóp.

Sem stendur er Ólafía Þórunn T-69 og þarf að spila á parinu eða betur á morgun ætli hún sér gegnum niðurskurð.

Sjá má stöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: