Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 22:00

LPGA: Ólafía fer út á lokahring HanaBank mótsins kl. 1:22 í nótt – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir fer út kl. 1:22 að íslenskum tíma í nótt á Ocean golfvellinum á Sky 72 golfstaðnum nálægt Incheon í S-Kóreu, á LPGA KEB HanaBank Championship.

Ólafía er enn í neðsta sæti í mótinu þ.e. 77. sætinu; hefir samtals spilað á 12 yfir pari, 228 högg (74 79 75).

Um 4 högga sveiflu er að ræða milli hringja hjá Ólafíu Þórunn milli 2. og 3. hrings.

Í efsta sæti eftir 3. hring er heimakonan Jin Young Ko á samtals 15 undir pari.

Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunn á skortöflu SMELLIÐ HÉR: