Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 19:30

LPGA: Ólafía byrjar vel – Á – 4 e. 11 holur 1. hrings Indy mótsins!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR byrjar vel á Indy Women in Tech Championship mótinu, sem hófst í dag og stendur dagana 7.-9. september 2017.

Ólafía er búin að spila gríðarlega vel.

Hún byrjaði á 10. teig og fékk fyrst skolla á 12. holu – en sýndi karakter og tók hann strax aftur með fugli á par-5 14. holunni.

Reyndar fékk hún tvö fugla í röð því hún var líka með fugl á par-3 15. holu  Brickyard Crossing golfvallarins, í Indianapolis þar sem mótið fer fram, en völlurinn er hannaður af Pete Dye.

Ólafía bætti síðan við 3. fuglinum á fyrri 9 hjá sér (þ.e. seinni 9 á Brickyard Crossing) á par-4 18. holu vallarins.

Byrjunin á seinni 9 hjá Ólafíu er sérlega glæsileg. Þegar hún er búin að spila 2 holur hefir hún að nýju fengið 2 fugla í röð á 10. og 11. holurnar m.ö.0. 3 fugla í röð ef talið er frá 9. holu Ólafíu (þ.e. 18. holu vallars).

Lítur allt vel út hjá Ólafíu Þórunni eftir 11 spilaðar holur og nú er bara að bæta við fuglum á næstu 7 holum!!!

Til þess að fylgjast með Ólafíu og stöðunni á Indy mótinu SMELLIÐ HÉR: